Hættir eftir 38 ára starf

Gísli Jónatansson
Gísli Jónatansson

Gísli Jónatansson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga og framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar hf., lætur af störfum í lok sumars eftir 38 ára starf sem framkvæmdastjóri félaganna.

Friðrik Mar Guðmundsson hefur verið ráðinn í hans stað og tekur hann við starfinu 1. september nk.  Friðrik Mar hefur unnið við ýmis stjórnunarstörf í gegnum árin og er nú framkvæmdastjóri Mjólku ehf. og Vogabæjar ehf.  Þar áður var Friðrik Mar framkvæmdastjóri Matfugls ehf., Tanga h.f. á Vopnafirði og kaupfélagsstjóri Kaupfélags Stöðfirðinga. 

Þá hefur hann setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja, m.a. sem stjórnarformaður Loðnuvinnslunnar hf. frá árinu 2004.

Friðrik Mar Guðmundsson
Friðrik Mar Guðmundsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK