Hollenskur banki þjóðnýttur

SNS Reaal
SNS Reaal

Hollenska ríkið hefur tekið yfir rekstur hollenska bankans og tryggingarfélagsins SNS Reaal og leggur honum til 3,7 milljarða evra, 638 milljarða króna.

Fjármálaráðherra Hollands, Jeroen Dijsselbloem, greindi frá þjóðnýtingunni á blaðamannafundi í dag. „Í dag hefur hollenska ríkið tekið SNS Reaal yfir. Ég hef þjóðnýtt SNS Reaal,“ sagði Dijsselbloem á blaðamannafundinum en frestur sem Seðlabanki Hollands gaf til þess að finna lausn á vanda bankans var runninn út.

Þegar tímamörk Seðlabanka Hollands runnu út í gærkvöldi án þess að lausn væri fundin á vandanum var komin upp hættuleg staða fyrir fjámálastöðugleikann, staða sem finna varð lausn á strax, segir Dijsselbloem. Þjóðnýting var eina lausnin, bætti hann við.

Helsta ástæðan fyrir vanda bankans er lélegt eignasafn bankans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK