Breska fjármálaeftirlitið og efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar rannsaka nú hvort Barclays bankinn hafi lánað al-Thani-fjölskyldunni í Katar fé sem var nýtt til að fjárfesta í bankanum í tengslum við fjármálakreppuna árið 2008.
Reynist þetta á rökum reist er um brot á reglum að ræða því ekki var greint frá þessu á sínum tíma. Sérfræðingar segja að þessi gjörningur veki upp margar spurningar um viðskiptahætti bankans.
Mál Barclays svipar mjög til þess þess sem íslenskir bankar gerðu fyrir hrun, en þar kemur al-Thani fjölskyldan í Katar einnig við sögu.