Helstu hlutabréfavísitölur lækkuðu töluvert í Evrópu í dag og evran hefur lækkað gagnvart Bandaríkjadal. Er þetta rakið til pólitískrar spennu á Spáni og Ítalíu.
Í Lundúnum hefur FTSE-vísitalan lækkað um 1,18%, DAX hefur lækkað um 1,42% í Frankfurt og CAC hefur lækkað um 1,56% í París.
Í Madríd hefur IBEX-35 vísitalan lækkað um 1,83% og FTSE-Mib-vísitalan í Mílanó hefur lækkað um 2,80%.