Lagði áherslu á þann árangur sem náðst hefur

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon mbl.is/Ómar Óskarsson

Spánsk-íslenska viðskiptaráðið, Íslandsstofa og sendiráð Íslands í París stóðu fyrir ráðstefnu í Madrid fyrr í dag þar sem Steingrímur J. Sigfússon var aðalræðumaður.

Tilgangur fundarins var að efla tengsl milli Spánar og Íslands á viðskiptasviðinu og var lögð megináhersla á orkumál, ferðaþjónustu, fiskveiðar og á Ísland sem fjárfestingakost, samkvæmt tilkynningu.

Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, lagði áherslu á árangurinn sem náðst hefur í efnahagslífinu á Íslandi frá hruni, samkvæmt tilkynningu.

„Ráðherra lagði sérstaka áherslu á hina blönduðu leið tekjuöflunar og niðurskurðar sem farin var á Íslandi. Auk þess fjallaði ráðherra um mikilvægi auðlinda landsins sem reynst hafa dýrmætar á erfiðum tímum.

Auk Steingríms höfðu framsögu fulltrúar ólíkra greina atvinnulífsins frá Íslandi og Spáni. Á meðal ræðumanna voru Fidel Peréz Montes, forstjóri IDAE (Orkurannsóknarstofnun Spánar), Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri, Sigurður Arnalds, framkvæmdastjóri hjá Mannviti, Alicia Coronil blaðamaður, Magnús B. Jónsson, framkvæmdastjóri ISI Seafood á Spáni, Eva Bretos Cano, umboðsmaður Icelandair á Spáni, og Vilborg Einarsdóttir frá Mentor,“ segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK