Landsvirkjun og Statoil ekki samanburðarhæf

Landsvirkjun og Statoil eru ekki samanburðarhæf að mati Ketils Sigurjónssonar …
Landsvirkjun og Statoil eru ekki samanburðarhæf að mati Ketils Sigurjónssonar þegar kemur að hugmyndum um einkavæðingu. Ómar Óskarsson

Á síðustu misserum hefur nokkuð verið í umræðunni að einkavæða hluta Landsvirkjunar. Meðal annars hefur hagfræðingurinn Ásgeir Jónsson talað fyrir því að ríkið ætti að selja um 30% hlut sinn í félaginu og setja á opinn markað. Segir hann að norska ríkið hafi gert slíkt á sínum tíma þegar það seldi um 30% hlut í olíufyrirtækinu Statoil.

Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur og ráðgjafi á sviði orkumála, segir í nýjum pistli sínum að ekki sé hægt að bera þetta tvennt saman. „Þar að auki á Statoil í reynd fátt ef nokkuð skylt með fyrirtæki eins og Landsvirkjun. Röksemdirnar um markaðsskráningu og sölu á hlut í Statoil á sínum tíma voru því talsvert annars eðlis en röksemdir um einkavæðingu á ámóta stórum hlut í Landsvirkjun. Einkavæðing á hlut í Statoil árið 2001 var lykilatriði til að fyrirtækið gæti orðið sá alþjóðlegi risi sem það er í dag,“ segir í pistlinum.

Þá bendir hann einnig á að raforkufyrirtæki sem nýti vatnsafl séu almennt í opinberri eigu í nágrannalöndum okkar og einnig í Bandaríkjunum. „Í stað þess að vísa til Statoil sem fyrirmyndar fyrir einkavæðingu á Landsvirkjun ætti Ásgeir Jónsson kannski fremur að leita fordæma í rekstri sem er skyldari þeim sem Landsvirkjun fæst við. Hann hefði t.a.m. getað haft samanburð af norska raforkufyrirtækinu Statkraft,“ en það fyrirtæki er alfarið í eigu norska ríkisins.

Pistilinn má lesa í heild hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK