Íslendingar með nýjung í hjólaheiminum

Guðberg Björnsson og Benedikt Skúlason með nýju hönnunina.
Guðberg Björnsson og Benedikt Skúlason með nýju hönnunina. Rax / Ragnar Axelsson

Vin­irn­ir Bene­dikt Skúla­son og Guðberg Björns­son ákváðu fyr­ir nokkr­um árum að láta draum­inn ræt­ast og sam­eina áhuga­mál og þekk­ingu. Mark­miðið var að end­ur­hanna hjóla­demp­ara og gera létt­ustu hágæða hjólagaffla í heimi

Hjól­reiðakapp­arn­ir og vin­irn­ir Bene­dikt Skúla­son og Guðberg Björns­son eru svo lán­sam­ir að vinna við helsta áhuga­mál sitt í eig­in fyr­ir­tæki, en fyr­ir um einu og hálfu ári síðan ákváðu þeir að „flýja úr skjóli stimp­il­klukk­unn­ar og fara í vit­leys­una“ eins og Bene­dikt orðar það. Í fyr­ir­tæki sínu Lauf Forks ehf. hafa þeir hannað, smíðað og einka­leyf­a­verndað nýja gerð demp­aragaffals fyr­ir reiðhjól.

Farn­ir af lög­fræðistof­unni

Gaffall Lauf Forks bygg­ir á al­gjör­lega nýrri nálg­un við viðfangs­efnið og nýt­ir stutt­ar sam­síða glertrefja­fjaðrir til að ná fram fjöðrun, í stað hefðbund­inna teleskópískra demp­ara. Með þessu móti hef­ur þeim fé­lög­un­um tek­ist að smíða demp­argaffal sem svar­ar högg­um vel, þarfn­ast ekki viðhalds og veg­ur aðeins um 900 grömm, en al­menn­ir demp­aragaffl­ar í hágæðaflokki eru í dag á bil­inu 1,2 til 1,5 kíló. Verð á þeim er á bil­inu 100 til 200 þúsund krón­ur og að sögn fé­lag­anna er mjög mik­il eft­ir­spurn eft­ir þeim á alþjóðamarkaði og því eft­ir ansi miklu að slægj­ast.

Frá því að Bene­dikt fékk hug­mynd­ina að gaffl­in­um og fékk Guðberg til liðs við sig í verk­efnið fyr­ir rúm­um tveim­ur árum síðan hafa hlut­irn­ir gerst hratt. Fyrst um sinn höfðust þeir við í 15 fer­metra aðstöðu í ris­her­bergi á 5. hæð á lög­fræðistofu, en hafa nú stækkað við sig og eru að und­ir­búa fram­leiðslu á demp­aragaffl­in­um fyr­ir heims­markað.

Þeir segj­ast alltaf hafa verið mikl­ir hjólanör­d­ar og þegar við bæt­ist áhugi á hönn­un og verk­fræði hafi í raun strax verið aug­ljóst að þess­ari góðu hug­mynd þyrftu þeir að fylgja al­menni­lega eft­ir.

Bene­dikt lærði véla­verk­fræði hér á landi áður en hann tók meist­ara­gráðu í iðnaðar­verk­fræði í Banda­ríkj­un­um. Guðberg tók aft­ur á móti meist­ar­gráðu í iðnhönn­un í Dan­mörku. Bene­dikt seg­ist lengi hafa haft mik­inn áhuga á koltrefj­um, en gaffall Lauf Forks er ein­mitt smíðaður úr koltrefj­um, og fyr­ir utan að hafa starfað sem vöruþró­un­ar­verk­fræðing­ur í koltrefja­deild hjá Össur hf. hafi hann varið frí­tíma sín­um í að viða að sér allri mögu­legri þekk­ingu um efnið. „Ég var á þeim tíma að spá í að smíða mitt eigið hjól úr koltrefj­um“ seg­ir hann.

Fór að rúlla eft­ir að hafa fengið styrk hjá Tækniþró­un­ar­sjóði

Verk­efnið fór að rúlla fyr­ir al­vöru eft­ir að þeir fengu 5 millj­ón­ir í frum­herja­styrk hjá Tækniþró­un­ar­sjóði, en strax árið eft­ir voru þeir upp­færðir í verk­efna­styrk, sem nem­ur 10 millj­ón­um á ári í 3 ár. „Það gerði þetta í raun og veru allt mögu­legt“ seg­ir Bene­dikt, en þeir segja að verk­efnið sé nokkuð öðru­vísi en mörg ný­sköp­un­ar­verk­efni sem eru í gangi í dag og ganga út á for­rit­un að því leyti að þeir hafi þurft að fjár­festa í ýms­um tækj­um og tól­um.

Guðberg nefn­ir sem dæmi að þeir hafi þurft að láta smíða fyr­ir sig mót fyr­ir um 2 millj­ón­ir, sem sé dýr­ara en bíl­ar þeirra beggja til sam­ans. „Það eru allskon­ar póst­ar sem maður nær ekki að yf­ir­stíga með eig­in vinnu­fram­lagi“ seg­ir hann og tel­ur nauðsyn­legt að til séu sjóðir sem geti styrkt frum­kvöðlastarf eins og þeirra.

Næsta skref í verk­efn­inu er að taka inn fjár­festa og segj­ast þeir vera að vinna í því þessa dag­ana. Ný­lega fengu þeir 1,5 millj­óna ný­sköp­un­ar­styrk frá Lands­bank­an­um og eina millj­ón frá Impru, en þeir segja að nú þurfi tölu­vert fjár­magn í viðbót svo hægt sé að koma fram­leiðslu af stað og hefja sölu á gaffl­in­um.

Kynntu demp­ar­ana fyr­ir kín­versk­um hjól­reiðamönn­um

Bene­dikt og Guðberg eru ný­komn­ir heim eft­ir tveggja vikna ferðalag í Kína þar sem þeir voru að kynna vör­una fyr­ir fram­leiðend­um þar ytra. Bene­dikt seg­ir að viðtök­urn­ar hafi verið fram­ar von­um. Þeir hafi meðal ann­ars ekki ætlað sér að fá fundi hjá stærstu aðilun­um á markaðinum og talið þá of stór­an bita til að byrja með. Það hafi þó breyst fljót­lega.

Eft­ir nokkra fundi hafi þeir fundið fyr­ir gíf­ur­leg­um áhuga og hafi því ákveðið að at­huga með þessa stóru aðila. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og fengu þeir m.a. fund með ein­um stærsta koltrefja­hjóla­fram­leiðanda heims. Áhugi fram­leiðand­ans var slík­ur að for­svars­menn hans voru til­bún­ir til að aðlaga sig að þétt­bókaðri dag­skrá Bene­dikts og Guðbergs og funda með þeim á laug­ar­degi. Bene­dikt seg­ir að öll fyr­ir­tæk­in sem fundað var með hafi hrein­lega verið „æst í að fram­leiða þetta fyr­ir okk­ur og menn hafi að fyrra bragði haft orð á því að þetta væri vara sem gæti sópað að sér ýms­um hönn­un­ar­verðlaun­um í hjóla­brans­an­um“.

Meðan þeir voru í Kína heim­sóttu þeir 9 verk­smiðjur. Stærstu verk­smiðjurn­ar eru að sögn Guðbergs með yfir 2000 starfs­menn og fram­leiða yfir 300 þúsund hágæða hjól á ári. Þess­ar verk­smiðjur eru að fram­leiða hjól og hjólaíhluti fyr­ir mörg af fremstu hjóla­merkj­um heims. Þar má t.d. nefna Trek, Specialized, Cube og Cannondale. Það væri því mik­il viður­kenn­ing fyr­ir Lauf Forks að kom­ast inn hjá slík­um fram­leiðend­um.

„Þetta er fyrsta var­an í lang­an tíma í hjóla­brans­an­um sem sigl­ir í blá­um sjó (e. blue oce­an product)“ seg­ir Guðberg, en þar á hann við vöru sem kem­ur al­veg ný inn á markað og á enga beina sam­keppn­isaðila. Þar af leiðandi séu þeir í þeirri lúx­us­stöðu að hafa til­tölu­lega frjáls­ar hend­ur hvað verðlagn­ingu gaffals­ins varðar.

Til að varpa ljósi á hve stór markaður­inn fyr­ir demp­aragaffla er nefn­ir Bene­dikt að einn af dýr­ari hjóla­göffl­um sem fæst í dag, Rocks­hox SID WC, kosti um 1200 Banda­ríkja­doll­ara og selj­ist í um 50 þúsund ein­tök­um á ári. Svo selj­ist miklu meira af göffl­um í næsta verðflokki fyr­ir neðan.

„Það er fullt af fólki í þess­um dýru göffl­um og það er mjög mik­ill vax­andi í þess­um hágæða hjóla­bransa“ seg­ir Bene­dikt og bæt­ir við að hjól­reiðaáhug­inn fari til dæm­is mikið vax­andi hjá miðaldra karl­mönn­um sem séu í góðum störf­um. „Það er mikið af miðaldra skrif­stofuköll­um að detta í þenn­an pakka. Þegar menn eru bún­ir að borga húsið og kaupa sum­ar­bú­staðinn, af hverju ekki að eyða 2 millj­ón­um í hjól?“

Þegar náðst hef­ur að finna fjár­festa segj­ast þeir geta farið nokkuð fljótt út í fram­leiðslu. Það þurfi aðeins að vinna að fram­leiðslu­ferl­inu með verk­smiðjun­um, en það taki skjót­an tíma og því ættu áhuga­sam­ir ekki að þurfa bíða lengi þar til hægt verði að kaupa Lauf Forks gaffal úti í næstu hjól­reiðaversl­un.

.

Nýi demparagaffallinn er töluvert frábrugðinn öðrum göfflum á markaðinum.
Nýi demp­aragaffall­inn er tölu­vert frá­brugðinn öðrum göffl­um á markaðinum. Rax / Ragn­ar Ax­els­son
Hér bera þeir Benedikt og Guðberg saman frumhönnunina við nýjasta …
Hér bera þeir Bene­dikt og Guðberg sam­an frum­hönn­un­ina við nýj­asta grip­inn. Það mun­ar tæp­lega 5 kíló­um á þess­um tveim­ur gerðum. Rax / Ragn­ar Ax­els­son
Efn­isorð: hjól
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK