Seðlabankinn heldur fyrsta gjaldeyrisútboð ársins í dag. Fyrir hádegi býðst fjárfestum að selja Seðlabankanum evrur fyrir annað hvort krónur samkvæmt hinni svokölluðu 50/50 leið eða bréf í verðtryggða ríkisbréfaflokknum RIKS33 á ávöxtunarkröfunni 2,65%.
Eftir hádegi býðst aflandskrónueigendum svo að kaupa evrur af Seðlabankanum. Endanleg fjárhæð ræðst af þátttöku og öll samþykkt tilboð í hvoru skrefi munu bjóðast fjárfestum á sama verði.
Á síðasta ári skiptu tæplega 42 milljarðar króna um hendur í útboðum bankans fyrir 174 m. evra.