Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs batnar

Lánshæfiseinkunn Ríkissjóðs var í dag breytt úr neikvæðum horfum í …
Lánshæfiseinkunn Ríkissjóðs var í dag breytt úr neikvæðum horfum í stöðugar. mbl.is/Hjörtur

Matsfyrirtækið Moody‘s hefur í dag breytt horfunum á Baa3 lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands úr neikvæðum í stöðugar. Lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands Baa3/P-3 fyrir langtíma- og skammtímaskuldbindingar eru áfram óbreyttar.Þetta kemur fram í frétt á vef Seðlabanka Íslands.

Ákvörðun Moody‘s um að setja horfurnar aftur í stöðugar byggir á því dregið hefur úr þeirri áhættu sem fylgdi úrskurði EFTA-dómstólsins í janúar. Sá atburður leggst á sveif með öðrum jákvæðum þáttum í þróuninni á Íslandi síðastliðna 12 mánuði að mati fyrirtækisins.

Frétt á Seðlabankanum má finna hér þar sem álit Moody‘s er einnig að finna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK