Fórum bestu leiðina eftir hrun

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar

Íslend­ing­ar völdu bestu leiðina eft­ir hrunið með því að leyfa bönk­un­um að falla, en setja svo upp fjár­magns­höft og draga þannig úr mögu­leg­um áföll­um sem gætu riðið yfir fjár­mála­kerfið. Þetta kem­ur fram í skýrslu sem Þor­steinn Þor­geirs­son, ráðgjafi seðlabanka­stjóra, og Paul van den Noord, ráðgjafi aðal­hag­fræðings og aðstoðarfram­kvæmda­stjóra OECD kynntu í Seðlabank­an­um í dag.

Fjór­ar sviðsmynd­ir

Settu þeir upp fjór­ar sviðsmynd­ir og báru þær sam­an við nú­ver­andi stöðu. Niðurstaða þeirra var á þann veg að hvort sem rík­inu hefði borið að greiða Ices­a­ve skuld­bind­ing­una á vaxta­kjör­um fyrsta samn­ings­ins eða ekki, þá hefði besta leiðin verið far­in.

Í fyrstu sviðsmynd­inni er gert ráð fyr­ir meiri inn­spýt­ingu frá op­in­ber­um fjár­mál­um og er sú leið kölluð hag­vaxta­hvetj­andi sviðsmynd. Þar fæst meiri hag­vöxt­ur, en eyk­ur um leið skuld­ir hins op­in­bera sem hækk­ar vaxta­álagið til framtíðar. Það mun svo leiða til minni hag­vaxt­ar til lengri tíma.

Þor­steinn sagði í sam­tali við mbl.is að sú mynd væri ekki væn­leg­ur kost­ur. „Það er verið að taka af höggið aðeins meira, en það leiðir til að niðurstaðan til lengd­ar verður verri. Það væri því ekki væn­legri kost­ur en sú sem far­in var.“

Erfið lækn­ing

Önnur sviðsmynd­in fékk nafnið „erfið lækn­ing“, en í því til­felli er ekki gripið til fjár­magns­hafta, held­ur er geng­inu leyft að falla þangað til það finn­ur sitt eigið jafn­vægi. Þá er gert ráð fyr­ir meira aðhaldi í rík­is­fjár­mál­um held­ur en í grunn­spánni.

Áhrif þess­ar­ar leiðar eru að hag­vöxt­ur dett­ur mjög mikið niður og verðbólg­an verður mun minni þegar fram í sæk­ir vegna verðhjöðnun­ar og at­vinnu­leysi meira. Þá verður sam­keppn­is­staða betri, en hag­ur heim­il­anna verður mjög erfiður. „Frek­ari lækk­un geng­is hefði ekki verið  góð lausn í þeim vanda sem við vor­um í og þessi sviðsmynd skil­ar ekki þeim ár­angri sem við hefðum viljað“ sagði Þor­steinn.

Með því að yf­ir­færa skuld­bind­ing­ar einkaaðila yfir á hið op­in­bera í tengsl­um við Ices­a­ve málið var þriðja svip­mynd­in teiknuð upp. Þar er gefið að vaxta­gjöld fyrsta Ices­a­ve samn­ings­ins hefðu verið tek­in um borð og greidd á 6 til 7 árum.

Þor­steinn seg­ir þessa sviðsmynd vera væg­ari en aðrar: „Við fáum ekki út neina hag­vaxt­ar­aukn­ingu, en þetta er mild­asta sviðsmynd­in af þess­um fjór­um.“ Hann tel­ur að þessi leið hefði skilað allt að 12% af lands­fram­leiðslu í auk­in rík­is­út­gjöld vegna vaxta­greiðslna úr landi, meðan hag­vaxta­leiðin hefði kostað um 16% af lands­fram­leiðslu.

Brjóst­vitið fékk að skína

Í fjórðu sviðsmynd­inni, sem kölluð er „banka­björg­un­in“, hefði verið far­in sama leið og Írar gerðu. „Hag­vöxt­ur­inn hefði verið minni all­an tím­ann vegna stór­auk­inna skulda og auk­ins fjár­laga­halla. Það eyk­ur vexti sem dreg­ur úr hag­vexti þegar fram í sæk­ir“ seg­ir Þor­steinn, en hann tel­ur þessa leið, ásamt „erfiðu lækn­ing­unni“ vera þær tvær minnst eft­ir­sókna­verðu.

Aðspurður um það hvort Ísland hafi farið bestu leiðina miðað við þess­ar niður­stöður taldi hann svo vera. „Ég held að brjóst­vitið hafi fengið að skína“ sagði Þor­steinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK