Leitað að stjórnarmönnum í banka

Bankasýslu ríkisins
Bankasýslu ríkisins Kristinn Ingvarsson

Bankasýsla ríkisins leitar að aðilum, sem tilbúnir eru að bjóða sig fram í stjórnir fjármálafyrirtækja, sem stofnunin fer með eignarhluti í. Fjármálastofnanirnar sem um ræðir eru stóru viðskiptabankarnir þrír auk fimm sparisjóða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni.

Bankasýsla ríkisins er sérstök ríkisstofnun, sem stofnuð var með lögum nr. 88/2009, og fer með eignarhluti ríkisins í þremur viðskiptabönkum (Arion banka hf., Íslandsbanka hf. og Landsbankanum hf.) og fimm sparisjóðum (Sparisjóði Bolungarvíkur, Sparisjóði Norðfjarðar, Sparisjóði Svarfdæla, Sparisjóði Þórshafnar og nágrennis og Sparisjóði Vestmannaeyja).

Sérstök þriggja manna valnefnd, sem skipuð er af stjórn Bankasýslu ríkisins, tilnefnir aðila fyrir hönd ríkisins sem rétt hafa til setu fyrir hönd þess í bankaráðum eða stjórnum fyrirtækja á forræði stofnunarinnar. Stjórn Bankasýslu ríkisins óskar formlega eftir tilnefningum valnefndar um stjórnarmenn fyrir stjórnarkjör í hlutaðeigandi bankaráðum eða stjórnum.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Bankasýslunnar

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK