Horfum vegna Írlands breytt í stöðugar

Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands.
Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands. AFP

Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur breytt horfum vegna lánshæfismats Írlands úr neikvæðum í stöðugar en vonir standa til þess að írska ríkið muni á ný geta fjármagnað sig sjálft síðar á þessu ári.

Fram kemur á fréttavefnum Euobserver.com að ákvörðun S&P komi í kjölfar samkomulags um skuldir sem írska ríkið tók á sig vegna gjaldþrots Anglo-Irish bankans og þess að bankaskuldir Irish Nationwide byggingafélagsins var breytt í langtíma ríkisskuldabréf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka