Viðræður í gangi um sölu Íslandsbanka

Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis.
Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Slitastjórn Glitnis hefur rætt við hóp fjárfesta sem Framtakssjóður Íslands fer fyrir um sölu á Íslandsbanka en í hópnum eru hluthafar í MP banka og hefur bankinn haft milligöngu í málinu. Þetta er haft eftir Steinunni Guðbjartsdóttur, formanni slitastjórnar Glitnis, á fréttavef Ríkisútvarpsins. Fyrst var greint frá málinu í DV í dag.

Viðræðurnar eru nýlega hafnar að sög Steinunnar en málið hefur verið kynnt fyrir eftirlitsaðilum og eigendum. Of snemmt er að hennar sögn að segja til um hvað komi út úr viðræðunum og hún vildi ekki gefa upp hvaða hugmyndir slitastjórnin hefði um kaupverð fyrir Íslandsbanka. Hins vegar liggi fyrir vilji slitastjórnarinnar til þess að koma bankanum í hendur traustra framtíðareigenda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK