Þak á greiðslur í reiðufé vegna skattsvika

Evrur.
Evrur. mbl.is

Bannað verður að borga meira en eittþúsund evr­ur í reiðufé í viðskipt­um í Frakklandi, sam­kvæmt nýj­um áform­um um að ráðast gegn skattsvik­um.

Fjár­málaráðuneytið í Par­ís hef­ur sent áform sín til um­sagnaraðila og gæti svo farið að nýju regl­urn­ar yrðu að veru­leika með for­seta­til­skip­un seint á ár­inu.

Með þeim yrði nú­ver­andi þak á notk­un reiðufés í viðskipt­um lækkað úr 3.000 evr­um í eittþúsund. Þetta gild­ir um franska rík­is­borg­ara en þakið fyr­ir þá sem búa utan Frakk­lands yrði lækkað úr 15.000 evr­ur í 10.000.

Nýju til­lög­urn­ar eru kynnt­ar sem liður í að herða skatta­eft­ir­lit. Aukið eft­ir­lit með fram­töl­um fyr­ir­tækja í fyrra skilaði 12,3 millj­örðum evra í rík­is­sjóð, þar á meðal þrem­ur millj­örðum í ógreidd­um sekt­um. Er þar um að ræða 14% meiri fjár­hæð en árið 2011.

Einnig stend­ur til að auka eft­ir­lit með greiðslu virðis­auka­skatts við sölu á notuðum bif­reiðum og grípa til harðari ráðstaf­ana gegn þeim sem skirr­ast við að gefa upp banka­reikn­inga í út­lönd­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK