Frakkar verða að ná hallanum niður fyrir 3%

Jörg Asmussen.
Jörg Asmussen. mbl.is/reuters

Fulltrúi Þjóðverja í stjórn seðlabanka Evrópu (ECB), Jörg Asmussen, sagði í dag að Frakkar yrðu að ná fjárlagahallanum niður fyrir 3% af vergri landsframleiðslu á þessu ári. Yfirlýsing hans er til marks um vandamál sem stefni sambandi Frakka og Þjóðverja í hættu.

Forsætisráðherra Frakka, Jean-Marc Ayrault, tilkynnti í fyrrakvöld að samdráttur í efnahagslífinu yrði þess valdandi að stjórn hans myndi ekki takast að lækka hallann úr 4,5% fyrir árið 2012 í 3% um næstu áramót, eins og stefnt hefði verið að.

Asmussen, sem er fyrrverandi fjármálaráðherra í stjórn Angelu Merkel, sagði að Þjóðverjar og Frakkar yrðu að ganga á undan með góðu fordæmi fyrir önnur Evrópuríki. Þessar tvær þjóðir hefðu sérstökum skyldum að gegna í þágu stöðugleika með því að virða vaxtar- og stöðugleikasáttmála ESB.

„Persónulega er ég á því að það sé afar áríðandi að Frakkar komi hallanum undir 3% í ár,“ sagði Asmussen við þýska útvarpið, Deutschlandfunk radio.

Talsmaður fjármálaráðuneytisins í Berlín, Johannes Blankenheim, sagði af þessu tilefni að ríki yrðu að uppfylla skuldbindingar sínar vegna sáttmála og samþykkta ESB.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK