Lóan kemur með 10 þúsund króna seðil

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar

Nýi 10 þúsund króna pen­inga­seðill­inn sem Már Guðmunds­son seðlabanka­stjóri boðaði á 51. árs­fundi Seðlabanka Ísland, í mars 2012, verður sett­ur í um­ferð á þessu ári. Í sam­tali við frétta­stofu RÚV sagði Már að fyrstu seðlarn­ir kæmu til lands­ins með ló­unni, sem kæmi við sögu á seðlin­um.

Á árs­fund­in­um í fyrra sagði Már að Seðlabank­inn hefði þegar hafið und­ir­bún­ing að út­gáfu pen­inga­seðils­ins. Í kvöld­frétt­um Rík­is­út­varps­ins kom svo fram að hönn­un væri lokið og fyrstu seðlarn­ir vænt­an­leg­ir til lands­ins. Seðill­inn mun vera bú­inn fleiri og full­komn­ari ör­ygg­isþátt­um en áður hef­ur þekkst hér á landi. Mynd­efni seðils­ins mun tengj­ast Jónasi Hall­gríms­syni og að auki skarta ló­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka