Leitað að ofurmenni

Þúsund þjala smið vantar á hótel eitt í bænum. Auglýsingin …
Þúsund þjala smið vantar á hótel eitt í bænum. Auglýsingin fyrir starfið hefur vakið athygli fyrir miklar kröfur. AFP

Starfsmannaauglýsing ein hefur vakið nokkra athygli fyrir miklar kröfur sem gerðar eru til umsækjandans, en hann þarf að hafa góða menntun, hafa góða kunnáttu á 4 tungumálum, reynslu í ferðaþjónustu og hæfileika til almenns reksturs hótela. Ljóst er að um ótrúlega fjölhæfan starfkraft er að ræða, en leitað er eftir aðstoðarhótelstjóra á hótel eitt í Reykjavík.

Krafist er háskólagráðu í viðskiptum, ferðamálum eða öðru sambærilegu, minnst 5 ára reynslu í hótelgeiranum og þá sérstaklega í móttöku og kunnáttu í fjármálum, bókhaldi, markaðssetningu og sölu. Þá er nauðsynlegt að viðkomandi geti þýtt á ensku, spænsku, rússnesku og þýsku auk þess að geta komið að almennum rekstri hótelsins. Einnig er mikill líkamlegur styrkur til að færa húsgögn talinn kostur fyrir viðkomandi.

Bjarney Lea Guðmundsdóttir, hótelstýra, segir að enn sem komið er hafi hún ekki fengið viðbrögð við auglýsingunni, en hún bíði þó róleg. Hún segir að hún hafi ákveðið að setja fram nokkuð miklar kröfur, enda lýsi þetta þeim starfsmanni sem hana vanti. Þá fái maður heldur ekki neitt nema að sækjast eftir því og hún vonast til að hinn rétti einstaklingur finnist. Ef enginn hafi reynsluna sé hún þó til í að skoða að minni kröfur.

Auglýsinguna má sjá í heild hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK