Olíuverð lækkar úti en bensín hækkar hér

mbl.is/Friðrik Tryggvason

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað það sem af er degi en fjármálamarkaðir voru lokaðir í Bandaríkjunum í dag og hafði það áhrif á markaði. Á Íslandi hækkuðu Olís, Shell og N1 verð á bensíni í gær um þrjár krónur á lítra.

Kostar lítrinn af bensíni nú 269,70 krónur hjá Shell þar sem hann er dýrastur en ódýrastur er lítrinn hjá Orkunni, 264,10 krónur, en bæði vörumerkin eru í eigu Skeljungs. Hjá Atlantsolíu kostar bensínlítrinn 264,20 krónur.

Í New York hefur verð á hráolíu til afhendingar í mars lækkað um fjögur sent og er 95,53 Bandaríkjadalir tunnan. Í Lundúnum hefur Brent Norðursjávarolía lækkað um 27 sent og er 117,42 dalir tunnan. Um er að ræða olíu sem afhent verður í apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK