Óþarfi að setja heilt samfélag á hvolf

00:00
00:00

„Það kann að verða ein­hvern tím­an eitt­hvað mis­ræmi, en að setja heilt sam­fé­lag á hvolf vegna mis­ræm­is sem kann að lag­ast á næstu 3 til 5 árum“ er ekki skyn­sam­legt. Þetta seg­ir Vil­hjálm­ur Bjarna­son, lektor, fjár­fest­ir og fram­bjóðandi í kom­andi Alþing­is­kosn­ing­um um hvort ráðast þurfi gegn verðtrygg­ing­unni. Vil­hjálm­ur er í viðtali í Viðskiptaþætt­in­um með Sig­urði Má hér á mbl.is þar sem hann fer yfir verðtrygg­ing­una, er­lend lán og skatta­kerfið sem hvet­ur til skuld­setn­ing­ar.

Vil­hjálm­ur bend­ir á að laun hafi hækkað um 235% síðan 1992, en á sama tíma hafi verðbólg­an verið 148%. Á þess­um tíma hafi því orðið mik­il aukn­ing kaup­mátt­ar. Ef horft sé til skemmri tíma, til dæm­is 5 ára, sé þessu aðeins öf­ugt farið, eða 43% verðbólga á móti 34% launa­hækk­un, en á síðustu 3 árum hafa laun­in hækkað um 19,5% á móti 12,5% verðbólgu. Hann seg­ir því nauðsyn­legt fyr­ir fólk að hafa þol­in­mæði og að til lengri tíma muni  launa­kjör aukast um­fram verðbólg­una. 

Seg­ir hann að vanda­mál vegna hækk­andi greiðslu­byrgði lána, sem af­leiðing af höfuðstóls­hækk­un, megi að nokkru leiti skýra með mik­illi skulda­söfn­un heim­il­anna. „Skuld­ir heim­il­anna hafa vaxið veru­lega á síðustu árum. Voru 25% af ráðstöf­un­ar­tekj­um 1980 en 250% af þeim 2008. Skuld­irn­ar juk­ust um 8% á ári um­fram ráðstöf­un­ar­tekj­ur á góðær­is­tíma.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK