Gengi sterlingspundsins lækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun. Búist er við að það sama gerist á gjaldeyrismörkuðum í Evrópu í dag. Þessi lækkun endurspegla viðbrögð markaða við ákvörðun Moody's á föstudaginn að lækka lánshæfiseinkunn Bretlands úr AAA í AA.
Lækkunin í dag þýðir að pundið hefur ekki verið lægra gagnvart dollar í 31 mánuð og í 16 mánuði gagnvart evru.
Breski Verkamannaflokkurinn hefur sagt að lækkunin lánshæfiseinkunnar Bretlands sýni að efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar sé misheppnuð. Flokkurinn minnir á að George Osborne fjármálaráðherra hafi sjálfur sagt árið 2010 að meta ætti árangur efnahagsstefnunnar út frá lánshæfiseinkunn landsins.
Talsmenn ríkisstjórnar Bretlands leggja áherslu á að ástæðan fyrir því að ekki hafi dregið eins mikið úr skuldasöfnun Bretlands eins og stefnt hafi verið að sé niðursveifla í efnahagslífi Evrópu og raunar alls heimsins. Viðbrögðin við þessu eigi að vera að halda áfram á sömu braut, en ekki að auka lántökur.