Gengi pundsins lækkar

mbl.is

Gengi sterl­ings­punds­ins lækkaði á mörkuðum í Asíu í morg­un. Bú­ist er við að það sama ger­ist á gjald­eyr­is­mörkuðum í Evr­ópu í dag. Þessi lækk­un end­ur­spegla viðbrögð markaða við ákvörðun Moo­dy's á föstu­dag­inn að lækka láns­hæfis­ein­kunn Bret­lands úr AAA í AA.

Lækk­un­in í dag þýðir að pundið hef­ur ekki verið lægra gagn­vart doll­ar í 31 mánuð og í 16 mánuði gagn­vart evru.

Breski Verka­manna­flokk­ur­inn hef­ur sagt að lækk­un­in láns­hæfis­ein­kunn­ar Bret­lands sýni að efna­hags­stefna rík­is­stjórn­ar­inn­ar sé mis­heppnuð. Flokk­ur­inn minn­ir á að Geor­ge Os­borne fjár­málaráðherra hafi sjálf­ur sagt árið 2010 að meta ætti ár­ang­ur efna­hags­stefn­unn­ar út frá láns­hæfis­ein­kunn lands­ins.

Tals­menn rík­is­stjórn­ar Bret­lands leggja áherslu á að ástæðan fyr­ir því að ekki hafi dregið eins mikið úr skulda­söfn­un Bret­lands eins og stefnt hafi verið að sé niður­sveifla í efna­hags­lífi Evr­ópu og raun­ar alls heims­ins. Viðbrögðin við þessu eigi að vera að halda áfram á sömu braut, en ekki að auka lán­tök­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK