Ríkisframlag eða aðhaldsaðgerðir framundan

Íslandspóstur.
Íslandspóstur.

Hagnaður varð af rekstri Ísland­s­pósts á ár­inu 2013 að fjár­hæð 53 millj­ón­ir króna og var  hagnaður fyr­ir skatta og af­skrift­ir (EBITDA) um 485 millj­ón­ir króna. Heild­ar­tekj­ur fé­lags­ins á síðasta ári námu 6,8 millj­örðum króna og juk­ust um 3,4% frá fyrra ári. Heild­ar­eign­ir voru 4,9 millj­arðar króna í árs­lok 2012 og eigið fé nam 2,5 millj­örðum króna. Í fyrra nam tap Ísland­s­pósts 144 millj­ón­um og því er um tæp­lega 200 millj­óna viðsnún­ing að ræða milli ára. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu.

Seg­ir þar að árið 2012 hafi verið ár mik­illa breyt­inga hjá fyr­ir­tæk­inu. Inn­leiðing á nýju dreifi­kerfi bréfa kom að fullu til fram­kvæmda og nýir skil­mál­ar fyr­ir bréfa­send­ing­ar, þróun nýrra viðskipta­lausna og auk­in hagræðing með fjár­fest­ingu í nýj­um vél­búnaði og end­ur­bót­um á hús­næði er meðal þess sem hæst bar í rekstri fyr­ir­tæk­is­ins á ár­inu.

Þrátt fyr­ir mik­inn viðsnún­ing þá náði hagnaður árs­ins ekki þeim mark­miðum sem lagt var upp með við gerð fjár­hags­áætl­un­ar, en það má einkum rekja til þess, að hækk­un verðskrár fyr­ir bréf í einka­rétti var ekki samþykkt að því marki, sem Ísland­s­póst­ur gerði til­lögu um, og hækk­un­in kom til fram­kvæmda fjór­um mánuðum seinna en ráð var fyr­ir gert í fjár­hags­áætl­un.

Beint rík­is­fram­lag eða heim­ild til aðhaldsaðgerða

Frá ár­inu 2006 hef­ur orðið 37% fækk­un bréfa­send­inga, en á næstu 6 árum ger­ir Ísland­s­póst­ur ráð fyr­ir að sam­drátt­ur­inn haldi áfram og verði um 22%. Við það bæt­ist af­nám einka­rétt­ar sem mun lík­lega draga úr rekstr­ar­tekj­um um allt að 1300 millj­ón­ir.

Ísland­s­póst­ur seg­ir í til­kynn­ing­unni að til að bregðast við því tekjutapi þurfi ríkið að bregðast við með að heim­ila frek­ari aðhaldsaðgerðir, svo sem færri dreifi­daga, eða fjár­magna beint óbreytt þjón­ustu­stig. „Til að mæta þeim sam­drætti þurfa stjórn­völd annað hvort að fjár­magna óbreytt þjón­ustu­stig eða að heim­ila Ísland­s­pósti að hagræða og aðlaga verðskrár á móti tekjutapi.  Þar er að fjöl­mörg­um atriðum að hyggja.  Má þar m.a nefna regl­ur um fjölda dreif­ing­ar­daga, staðsetn­ingu póst­kassa, setn­ingu og eft­ir­fylgni reglna um staðsetn­ingu og merk­ingu póstlúga, greiðslur fyr­ir óarðbæra þjón­ustu­skyldu, regl­ur um verðlagn­ingu og rýmri heim­ild­ir til að tryggja skjót­ari ákv­arðanir varðandi staðsetn­ingu póst­húsa og verðlagn­ingu einka­rétt­ar­bréfa svo nokkuð sé nefnt.“

Efn­isorð: Ísland­s­póst­ur
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK