Áliðnaður hamlar ekki viðgangi annara greina

Framkvæmdir í væntanlegu álveri í Helguvík.
Framkvæmdir í væntanlegu álveri í Helguvík. mbl.is/Golli

Áliðnaður hamlar ekki vexti vexti og viðgangi annarra atvinnugreina í landinu, að mati Gunnar Haraldsson hjá Hagfræðistofnun Íslands. Á ársfundi Samáls í dag velti hann þeirri spurningu upp hvort áliðnaðurinn sé of stór fyrir Ísland.

Gunnar sagði að spurningin um hvort áliðnaðurinn væri of stór væri kannski ekki sú rétta; hún ætti fremur að snúast um það hvort áliðnaðurinn skapi meiri verðmæti en önnur atvinnustarfsemi, beint og óbeint. Huga ætti að því að áliðnaðurinn vaxi að verðmætum og huga að skilyrðum hans svo hann nái að blómstra.

Hann taldi mikil tækifæri liggja í frekari þróun á álklasa og að mikilvægt væri að hlúa að og stuðla að uppbyggingu áliðnaðarins og starfsemi honum tengdum.

Í nýlegri skýrslu hagfræðistofnunar var metið beint og óbeint framlag áliðnaðarins til þjóðarbúsins, en það hefur verið 85 – 96 milljarðar á jafnaði árin 2008 – 2010 eða 6,8%. Til samanburðar var framlag sjávarútvegsins 17,5% árið 2010.

Áliðnaðurinn hefur haft sveiflujafnandi áhrif í íslensku efnahagslífi en Gunnar sagði að reikna megi með því að dragi úr þeim áhrifum eftir því sem hann stækkar. „Sé borið saman við sjávarútveg má ætla að svigrúm sé fyrir meiri óbeinan virðisauka í áliðnaði en nú er. Það gefur okkur tækifæri til að þroska hann enn frekar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK