Gullvinnsla vænleg í Þormóðsdal

Það er spurning hvort gullklumpar á við þá sem sjást …
Það er spurning hvort gullklumpar á við þá sem sjást á myndinni verði unnir úr íslensku bergi. Reuters

Endurskoðuð greining á fjölmörgum sýnum sem aflað var með borunum í Þormóðsdal í Mosfellsbæ fyrir um áratug bendir til þess að vænlegt sé að undirbúa gullvinnslu á svæðinu.

Þéttleiki gullsins í allra bestu sýnunum úr Þormóðsdal reyndist vera allt að 400 grömm í hverju tonni af bergi.

Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, mun fjalla um gull í íslensku jarðhitabergi á ársfundi stofnunarinnar í fyrramálið. Hann mun m.a. greina frá niðurstöðum varðandi Þormóðsdal.

Breskir sérfræðingar hafa nú farið yfir gögnin og gert nýtt líkan sem sýnir dreifingu gullsins. Í undirbúningi er að hefja ítarlegri gullleit með vinnslu í huga. Hún verður gerð í samvinnu við erlenda aðila sem þekkja vel til vinnslu eðalmálma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK