RARIK hagnaðist um 1,5 milljarð

RARIK varð fyrir talsverðu tjóni á rafmagnslínum á síðasta ári. …
RARIK varð fyrir talsverðu tjóni á rafmagnslínum á síðasta ári. Myndin er úr Mývatnssveit. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Hagnaður RARIK á síðasta ári nam 1.541 milljónir króna, en árið 2011 nam hagnaðurinn 1.014 milljónum. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) var 4.351 milljónir króna eða 38,1% af veltu tímabilsins og samanborið við 32,7% á árinu 2011. Handbært fé frá rekstri var 3.257 milljónir króna.

Rekstrarhagnaður af starfsemi RARIK fyrir fjármagnsliði (EBIT) á árinu 2012 var 2.984 milljónir króna sem rúmlega 34% aukning frá fyrra ári og í samræmi við áætlanir. Vegna veikingar krónunnar og verðlagsbreytinga varð niðurstaða fjármagnsliða neikvæð um tæpar 1.282 milljónir króna, en á árinu 2011 var niðurstaðan neikvæð um 1.233 milljónir króna. Að teknu tilliti til endurmats eigna og tekjuskattsáhrifa þess nemur útreiknaður heildarhagnaður ársins sem færður er á eigið fé 6.180 milljónum króna.

Rekstrartekjur hækkuðu um tæp 6% frá árinu 2011 og voru 11.412 milljónir króna, en rekstrargjöld lækkuðu á milli ára um 1,4% og voru 8.428 milljónir króna.

Samkvæmt efnahagsreikningi voru heildareignir RARIK í árslok 44.569 milljónir króna, þar af nam endurmat eigna 5.798 milljónum króna. Heildarskuldir námu 19.062 milljónum króna, eigið fé var 25.507 milljónir króna og eiginfjárhlutfall því 57,2% samanborið við 51,9% í árslok 2011. Stjórn RARIK samþykkir að greiddur verði út arður á árinu 2013 sem nemur allt að 310 milljónum króna.

Í fréttatilkynningu segir að horfur í rekstri RARIK á árinu 2013 séu sambærilegar og á liðnu ári, en afkoman ræðst hins vegar af almennri þróun efnahagsmála, verðlagsþróun og gengi krónunnar. Áætlanir ársins 2013 gera ráð fyrir hagnaði af rekstri félagsins í samræmi við langtíma fjárfestingaþörf í dreifikerfinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka