Í janúarmánuði voru skráð 178 ný einkahlutafélög, flest í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum. Til samanburðar voru 148 ný einkahlutafélög skráð í janúar 2012.
Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar.
Þá voru 62 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í janúarmánuði, flest í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum.