Háskólinn á Bifröst hyggst draga úr árlegri útprentun innan skólans sem nemur 75 þúsund blaðsíðum með því að taka í notkun Rent a Prent, græna prentlausn frá Nýherja. Um leið mun skólinn fækka prenttækjum um 10%.
Fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu að markmið Háskólans á Bifröst með samningnum sé bæði að stuðla að lækkun á prent- og ljósritunarkostnaði sem og lækkun á rekstri prentbúnaðar svo sem með aðgangsstýrðu prentkerfi. Samningurinn styðji þannig við umhverfissjónarmið skólans.
Talið er að um 15% af útprentun fyrirtækja og stofnana sé allajafna óþörf að því er segir í tilkynningunni.