Helstu hlutabréfamarkaðir í Asíu hækkuðu í dag eftir lækkun í gær. Mest var hækkunin í Sjanghaí en kínverska þingið var sett í dag og hagvaxtarspá stjórnvalda birt.
Í Sjanghaí lækkaði hlutabréfavísistalan um 3,65% í gær en í dag nam hækkunin 2,26%. Í Tókýó hækkaði Nikkei hlutabréfavísitalan um 0,26% og í Seúl hækkaði Kospi vísitalan um 0,17%. Í Sydney hækkaði vísitalan um 1,29%.