Björgólfur kosinn formaður SA

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, er nýr formaður Samtaka atvinnulífsins
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, er nýr formaður Samtaka atvinnulífsins Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, var kosinn nýr formaður Samtaka atvinnulífsins á ársfundi samtakanna á Hilton hótel í dag. Björgólfur fékk afgerandi kosningu, eða 98,5% greiddra atkvæða.

Björgólfur tekur við formennsku af Vilmundi Jósefssyni sem hefur verið formaður samtakanna frá árinu 2009 en hann ákvað að hætta sem formaður fyrir aðalfund SA 2013.

Björgólfur hefur margháttaða reynslu úr atvinnulífi og félagsstarfi. Hann hefur verið forstjóri Icelandair Group frá ársbyrjun 2008 en starfaði áður einkum í sjávarútvegi. Hann var forstjóri Icelandic Group um tveggja ára skeið frá 2006, starfaði sem framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar frá 1999, formaður stjórnar LÍÚ á árunum 2003-2008, var framkvæmdastjóri nýsköpunar- og þróunarsviðs Samherja frá 1996 og fjármálastjóri Útgerðarfélags Akureyringa frá 1992-1996.

Björgólfur útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1983 og starfaði að námi loknu sem endurskoðandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka