Fara ekki út fyrr en í allavega 10 m/s

Ekki er farið í stormgöngur fyrr en vindhraðinn er allavega …
Ekki er farið í stormgöngur fyrr en vindhraðinn er allavega kominn yfir 10 m/s. Ágætt er að flestir séu í litríkum klæðnaði til að týnast ekki í verstu veðrunum.

Meðan flestir Íslendingar horfa til veðurofsa síðustu daga með pínu hroll í huga og sjá frekar fyrir sér heitan kaffibolla inni en að halda út í faðm móður náttúru, þá eru sumir sem sjá tækifærin í brjáluðu veðri. Nýlega var sett á fót ferðaþjónustan Stormganga (e. Stormhike) fyrir þá sem hafa áhuga á að upplifa náttúru Íslands einmitt þegar veðrið er hvað verst. Á bak við verkefnið eru þrír þaulreyndir útivistarmenn, sem hafa áratugareynslu af ferðaþjónustu og björgunarsveitastarfi. 

Davíð Sigurþórsson er einn stofnendanna, en hann segir í samtali við mbl.is að hugmyndin hafi kviknað seinasta vetur þegar það leið varla sá dagur að ferðum hafi ekki verið frestað vegna veðurs. Hann segir að síðasta ár hafi verið notað til að þróa ferðirnar og móta hugmyndina frekar. 

Of gott veður í byrjun árs

Upphafið hafi hins vegar gengið nokkuð brösuglega fyrir sig, en þeir gátu ekki byrjað ferðirnar fyrr en í síðustu viku þar sem veðrið hafi frá áramótum verið of gott. En strax og veðurguðirnir hafi farið að láta sjá sig hafi verkefnið farið á flug. 

Grunnhugmynd ferðanna er að ferðamenn sem vilji koma til að njóta íslenskrar náttúru geti gert það hvernig sem viðrar. Davíð segir að þeir haldi ekki út fyrr en vindhraðinn sé allavega kominn upp yfir 10 metra á sekúndu, en þá fái ferðamennirnir nokkuð aðra upplifun af landinu en þeir annars hefðu fengið í venjulegum ferðum. „Í þessum ferðum er slæmt veður kostur frekar en galli,“ segir Davíð.

Fóru tvær ferðir í gær

Aðspurður um það hvernig til hafi gengið í gær, þegar mesta veðrið gekk yfir, segir Davíð að það hafi verið fullbókað í tvær ferðir. Þar sem öryggið sé þó alltaf í fyrirrúmi hafi verið ákveðið að fara með morgunhópinn upp í Elliðaárdal, en þar hafi hópur af 50 til 60 ára ferðamönnum sjaldan skemmt sér betur. Seinni hópurinn hafi svo verið tekinn upp að Bláfjöllum, en þá var um aðeins yngri hóp að ræða og þar af leiðandi hafi þau verið til í aðeins meiri átök við veðrið.

Davíð segir að viðtökur við ferðunum hafi hingað til verið framar öllum vonum, en meðal annars hafi tveir aðilar skráð sig aftur í ferðir í dag eftir að hafa orðið veðurbarðir í ferðum gærdagsins. 

Kynnast og styrkja starfsemi björgunarsveitanna

Ein nýbreytni í þessum ferðum er að í upphaf ferðanna er farið með hvern hóp til Hjálparsveitar skáta í Reykjavík þar sem þau eru frædd um björgunarsveitir, auk þess að fá að sjá aðstöðu og tækjakost sveitarinnar. Þetta segir Davíð að sé hagur beggja, en hluti af miðaverði hvers einstaklings fer í að styrkja sveitina og þannig græði báðir aðilar. 

Auk Daviðs standa þeir Kormákur Hlini Hermannsson og Tobias Klose á bak við Stormgönguna, undir merkjum ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Expeditions,  en Klose er einnig eigandi Dive.is-köfunarþjónustunnar.

Þegar aðrar ferðir eru felldar niður er farið af stað …
Þegar aðrar ferðir eru felldar niður er farið af stað með stormgöngurnar.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK