Heildarhagnaður Vodafone eftir skatta nam 440 milljónum á síðasta ári, en tekjur félagsins jukust um 3% milli ára og voru 13,3 milljarðar. Hagnaður félagsins fyrir skatta, vexti og afskriftir nam 2,8 milljörðum og hækkaði um 14,6% milli ára. Heildareignir móðurfélagsins, Fjarskipta hf., voru í árslok 16,3 milljarðar og hækkuðu um 514 milljónir milli ára. Eigið fé nam 6,8 milljörðum og var eiginfjárhlutfallið 41,7%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vodafone.
Í ársreikningnum kemur fram að skráning félagsins á markað hafi kostað 114 milljónir, en það var skráð sem rekstrarkostnaður í uppgjöri ársins. Ómar Svavarsson, forstjóri félagsins er samkvæmt ársreikningnum með 36,7 milljónir í árslaun, eða rúmar 3 milljónir á mánuði. Aðrir fimm framkvæmdastjórar samstæðunnar voru með samtals 112,2 milljónir í laun, eða um 1,9 milljón á mánuði