236 þúsund ný störf í Bandaríkjunum

Ný störf urðu m.a. til í byggingageiranum vestra.
Ný störf urðu m.a. til í byggingageiranum vestra. AFP

Alls urðu 236 þúsund störf til í Bandaríkjunum í febrúar samkvæmt opinberum tölum frá bandarísku vinnumálastofnuninni. Þetta eru mun fleiri störf en sérfræðingar höfðu spáð og veruleg aukning frá janúar þegar 157.000 ný störf urðu til.

Dregið hefur úr atvinnuleysi í Bandaríkjunum. Það var 7,9% í janúar en mældist vera 7,7% í febrúar og það hefur ekki mælst minna frá því í desember 2008.

Undanfarna þrjá mánuði hefur störfum að meðaltali fjölgað um 195.000 á mánuði. Sérfræðingar höfðu spáð að störfum í febrúar myndi aðeins fjölga um 165 þúsund.

Langtímaatvinnuleysi hefur hins vegar staðið í stað, þ.e. hjá þeim sem hafa verið án atvinnu í að minnsta kosti 27 vikur. Um 40% þeirra sem eru án atvinnu í Bandaríkjunum falla í þennan hóp.

Hlutabréfavísitölur í Evrópu tóku við sér í kjölfar frétta af atvinnumálum í Bandaríkjunum. FTSE-vísitalan hækkaði um 0,5% og Cac-hlutabréfavísitalan í Frakklandi hækkaði um 1,3%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK