Björguðu bönkum en gætu tapað kynslóð

Martin Schulz, forseti Evrópuþingsins, segir að Evrópa gæti verið að …
Martin Schulz, forseti Evrópuþingsins, segir að Evrópa gæti verið að tapa heilli kynslóð sem fer ekki á vinnumarkaðinn. AFP

Evrópa hefur sett mörg hundruð milljarða evra í að bjarga bankakerfi álfunnar, en gæti tapað heilli kynslóð ungs fólks í kjölfarið. Þetta er haft eftir Martin Schulz, forseta Evrópuþingsins, í viðtali við Reuters-fréttastofuna. 

Ræddi hann um atvinnuvandamálið í Evrópu, en um 26 milljónir manna eru án atvinnu í Evrópusambandinu. Þar af er helmingur ungs fólks á Grikklandi, Spáni og hluta Ítalíu og Portúgal. Sagði hann nauðsynlegt að bregðast við þessu og að ef hægt hefði verið að setja 700 milljarða í bankakerfið, þá ætti að vera hægt að setja jafn mikinn pening í að koma kynslóð ungs fólks, sem hefur jafnvel aldrei fengið tækifæri til að vinna, til aðstoðar.

Sagði Schulz að Grikkland, Spánn og Ítalía ættu best menntuðu kynslóð í sögu landanna eftir að foreldrar hefðu fjárfest mikið í menntun barna sinna. Í dag væri staðan aftur á móti sú þegar þau væru á leið á vinnumarkaðinn að samfélagið hefði hreinlega ekki pláss fyrir þau. „Við erum að búa til tapaða kynslóð“ segir Schulz.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK