71.500 ný störf urðu til í Ástralíu í síðasta mánuði en samkvæmt frétt AFP er þetta mesta aukning á nýjum störfum í einum mánuði undanfarin 13 ár. Búist hafði verið fyrirfram við því að fjölgun nýrra starfa yrði um 10 þúsund talsins.
Fram kemur í fréttinni að þessi mikla fjölgun starfa hjálpaði til við að halda atvinnuleysinu í landinu stöðugu og minnkaði þrýsting á ástralska seðlabankanna að lækka stýrivexti en þeir eru nú 3%.
Atvinnuleysi í Ástralíu er nú 5,4% og er óbreytt frá því í janúar síðastliðnum en gert hafði verið ráð fyrir að það ætti eftir að aukast í 5,5%. Óbreytt staða er einkum rakin til þess að tekist hafi að koma fleira fólki en áður út á vinnumarkaðinn á ný sem ekki hefur verið í vinnu.