Vilja ljúka Evrópusambandsviðræðum

„Við viljum opið hagkerfi, við viljum að peningarnir geti leitað á rétta staði og við viljum geta skapað samkeppnishæft viðskipta- og rekstrarumhverfi hér. Það er rétt að Evrópusambandsmálin eru veigamikil í þessari umræðu,“ segir Svana Helen Björnsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, þegar hún er spurð að því hvar iðnaðurinn standi varðandi Evrópusambandsmál. Svava er gestur í þættinum Viðskipti með Sigurði Má, en hún segir jafnframt að gera þurfi skýran greinarmun á að ljúka viðræðunum og að taka afstöðu til samnings sem enn hefur ekki verið gerður.

Hún segir að Samtök iðnaðarins hafi margsinnis gert kannanir til að skoða vilja almennings og aðildarmanna varðandi þessi mál. Niðurstöðurnar eru að hennar sögn þær að álíka stór hluti félagsmanna sé með aðild og í samfélaginu í heild. Það sem sé þó afgerandi er að menn vilji almennt ljúka viðræðunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka