Brúarfoss lagðist að bryggju á Ísafirði

Brúarfoss á siglingu til Ísafjarðar.
Brúarfoss á siglingu til Ísafjarðar.

Brúarfoss skip Eimskipafélags Íslands með íslenskri áhöfn kom til Ísafjarðar í morgun. Ísafjörður er viðkomustaður á nýrri strandleið félagsins sem tengir landsbyggðina beint við Færeyjar, Skotland, England og meginland Evrópu og óbeint inná Skandínavíu og Eystrasalt.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskipafélaginu.

 Brúarfoss leggur úr höfn frá Ísafirði í kvöld á leið sinni til Akureyrar þar sem tekið verður á móti skipinu með viðhöfn á morgun laugardag. Brúarfoss heldur síðan áfram á markaði erlendis með útflutningsvöru og sækir innflutningsvöru fyrir landsbyggðina.

Brúarfoss er 130 metra langt og 20 metra breitt gámaskip skipað íslenskri áhöfn og var smíðað árið 1992. Skipið er búið tveimur krönum sem gerir því kleift að hafa viðkomur í höfnum sem ekki eru búnar landkrönum. Brúarfoss getur borið allt að 724 gámaeiningar og er heildarafl véla skipsins 5.400 KW.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK