„Umræðan um verðtrygginguna og verðbólguna er um margt á miklum villigötum. Meginhagsmunamál allra er að losna við verðbólguna sem virðist því miður gleymast alltof oft. Sú skoðun sýnist jafnvel algeng að Íslendingar muni aldrei geta losnað við verðbólguna og hún hljóti alltaf að verða meiri en í nálægum löndum.“
Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, m.a. í leiðara nýs fréttabréfs SA.
Hann segir skorta á samstöðu á Íslandi um að verðbólga sé vond en meginmarkmið allra sem starfi í stjórnmálum, við hagstjórn eða á vinnumarkaði eigi að vera að halda henni í skefjum. „Besta leiðin til að lækka fjármagnskostnað er lág verðbólga.“
Sjá leiðarann í heild hér.