Samningur um dýrasta skip Íslandssögunnar

Skip af gerðinni Havyard 832L L WE
Skip af gerðinni Havyard 832L L WE

Íslenska olíuþjón­ustu­fyr­ir­tækið Fáfn­ir Offs­hore ehf. hef­ur gert samn­ing við Havy­ard group um að smíða fyrsta sér­út­búna ís­lenska skipið til að þjón­usta olíu­leit og eft­ir at­vik­um vinnslu á hafsvæðunum norður og aust­ur af Íslandi. Skipið er sér­stak­lega gert fyr­ir erfiðar aðstæður á norður­heim­skauta­svæðinu og mun verða dýr­asta skip Íslands­sög­unn­ar, en smíði þess mun kosta um 7,3 millj­arða króna. Stefnt er að af­hend­ingu skips­ins í júlí á næsta ári.

Það var Össur Skarp­héðins­son, ut­an­rík­is­ráðherra sem kynnti samn­ing­inn í dag, en hann sagði að með þessu yrði Ísland til­búið að mæta tæki­fær­um sem gætu skap­ast á norður­slóðum. „Ég fagna því frum­kvæði sem Fáfn­ir Offs­hore sýn­ir og tel að smíði fyrsta ís­lenska skips­ins til að þjón­usta olíu­leit marki tíma­mót í iðnaðar­sögu okk­ar Íslend­inga. Fyrstu leyf­in til olíu­leit­ar hafa verið gef­in út og ég er sann­færður um þetta skip mun vera upp­hafið að happa­sælli nýrri at­vinnu­grein; þjón­ustu við olíu­leit- og vinnslu,” sagði Össur.

Stein­grím­ur Erl­ings­son, for­stjóri Fáfn­is, sagði að eft­ir að hann hafi hætt í fiskiðnaði í Kan­ada árið 2011 hafi hann haft tæki­færi til að skoða þjón­ustuiðnaðinn á sjó í Nor­egi, en nú sé hann staðráðinn í að byggja upp slíka þjón­ustu á Íslandi. „Þetta er fyrsta skrefið,“ var haft eft­ir hon­um.

Skipið verður af gerðinni Havy­ard 832L L WE og er sér­stak­lega gert fyr­ir erfiðar aðstæður á Norður-Atlants­haf­inu. Samn­ing­ur­inn milli Fáfn­is og Havy­ard er met­inn á 330 millj­ón­ir norskra króna, eða 7,3 millj­arða ís­lenskra króna. Íslands­banki og GIEK hafa und­ir­ritað vilja­yf­ir­lýs­ingu þess efn­is að fjár­magna verk­efnið.

Um 30 manna áhöfn verður um borð í skip­inu, en það er í flokki B varðandi styrk­leika (e. Ice Class B). Lengt þess er 88,5 metr­ar og breidd­in 17,6 metr­ar. Þilfarið er 850 fer­metr­ar, en skipið er sér­stak­lega hannað til að geta flutt birgðir til og frá palla á hafi úti. 

Heima­höfn skips­ins verður í Fjarðarbyggð.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK