Neytendur bjartsýnir á næsta hálfa árið

Íslendingar hafa ekki verið bjartsýnni til næstu 6 mánaða síðan …
Íslendingar hafa ekki verið bjartsýnni til næstu 6 mánaða síðan árið 2007. Eggert Jóhannesson

Íslenskir neytendur hafa ekki verið bjartsýnni á efnahags- og atvinnulíf þjóðarinnar frá því í september í fyrra ef marka má Væntingavísitölu Capacent Gallup sem birt var nú í morgun. Þannig hækkaði vísitalan um 8,2 stig á milli febrúar og mars, og mælist hún nú 88,9 stig. Í raun hafa neytendur aðeins einu sinni áður verið bjartsýnni á gang mála frá því á vormánuðum 2008, en það var í september í fyrra þegar vísitalan fór upp í 90,1 stig. Þetta kemur fram í greiningu Íslandsbanka í dag.

Allar undirvísitölur væntingavísitölunnar hækka í mars frá fyrri mánuði, en athygli vekur mikil hækkun á væntingum neytenda til næstu 6 mánaða sem hækkaði um 10,1 stig og er nú 124,4 stig. Fara þarf aftur til miðs árs 2007 til þess að finna hærra gildi á þessari undirvísitölu.

Jafnframt hækkar mat á atvinnuástandinu töluvert á milli mánaða, eða um 11,8 stig, en sú vísitala stendur nú í 94,9 stigum. Mat neytenda á efnahagslífinu hækkar svo um 6,7 stig og á núverandi ástandi um 5,4 stig. Mælist fyrrnefnda vísitalan 77,0 stig en sú síðarnefnda 35,6 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK