Rekstur Hampiðjunnar gekk vel árið 2012, að sögn Jóns Guðmanns Péturssonar, forstjóra fyrirtækisins. Mikill meirihluti tekna samstæðunnar kemur að utan í formi erlendrar starfsemi fyrirtækja innan samstæðunnar eða útflutnings móðurfélagsins á Íslandi.
„Meginstarfsemi fyrirtækja samstæðunnar er að framleiða veiðarfæri fyrir sjávarútveg“ segir hann. Helsti markaður Hampiðju-samstæðunnar er Norður-Atlantshafið með öflugar veiðarfæragerðir á Íslandi, Írlandi og Danmörku.
Þá hefur salan aukist í ofurköðlum til fyrirtækja sem starfa innan olíugeirans, bæði við olíuleit en einnig við olíuvinnsluna sjálfa. Þá höfum við líka selt ýmsar ólíkar útfærslur af ofurköðlum til annarra atvinnugreina eins og í skútur, heri og fleira,“ segir Jón Guðmann í samtali um rekstur Hampiðjunnar í Morgunblaðinu í dag.