Uppselt á Laugaveginn í sumar

Skagfjörðsskáli í Langadal á Þórsmörk er einn af skálum Ferðafélagsins …
Skagfjörðsskáli í Langadal á Þórsmörk er einn af skálum Ferðafélagsins á Laugveginum. Árni Sæberg

Uppselt er orðið á Laugaveginn í sumar, en fullt er í skálagistingu á þessari þekktu gönguleið út sumarið að sögn Páls Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Ferðafélags Íslands. Hann segir að aldrei hafi verið bókað meira hjá félaginu og að þessi ásókn á Laugaveginn sé einnig að skila sér í fjölgun gesta í aðra skála félagsins. Skúli H. Skúlason, framkvæmdastjóri Útivistar tekur í svipaðan streng og Páll, en hann segir svo gott sem uppselt í bæði Bása og Fimmvörðuháls um helgar í sumar og vanfundnar dagsetningar fyrir hópa út sumarið.

Ferðafélagið rekur fimm skála á Laugavegsleiðinni; Landmannalaugar, Hrafntinnusker, Álftavatn, Emstrur og Skagfjörðsskála í Langadal. Auk þess er fimmti sjötti skálinn í Hvanngili. Pláss er fyrir um 60 til 75 manns á hverjum stað og því má sjá að heildarfjöldi gistinátta skiptir hundruðum á degi hverjum og nokkrum tugum þúsunda yfir sumarið.

Íslendingar farnir að panta ár fram í tímann

Páll segir að síðustu 4 til 5 ár hafi orðið gífurleg fjölgun og að Ferðafélagið hafi farið að sjá uppbókanir á leiðinni. Það sé einnig alltaf að færast í aukana að Íslendingar skipuleggi sínar ferðir langt fram í tímann og margir panti skála með hálfs til eins árs fyrirvara.

Skúli segir einnig að bókanir séu að færast framar á árið og í haust hafi strax orðið mikið um bókanir. Vinsælustu staðir Útivistar eru Básar og Fimmvörðuháls og segir hann að erfitt sé að koma að hópum þar það sem eftir er sumars, en að einstaklingar eða fámennir hópar komist þó enn að, sérstaklega á virkum dögum.

Aukinn fjöldi veldur áhyggjum

Þessi mikli fjöldi kallar auðvitað á einhverjar áhyggjur að sögn Skúla og segir hann nauðsynlegt að huga að viðhaldi göngustíga. Þá hefur félagið brugðist við því og von er á vinnu við viðhald í sumar. 

Sá takmarkaði fjöldi sem kemst í skála á Laugaveginum virkar sem stýring á umferð að sögn Páls, en hann tekur undir með Skúla um að menn hafi engu að síður einhverjar áhyggjur. Ferðafélagið hafi þó lagt mikla áherslu á að ýta undir rannsóknir á náttúru- og gróðurfari þannig að hægt sé að meta þolmörk svæðisins.

Þá hafi þessar auknu vinsælir einnig gert aðrar gönguleiðir vinsælar og nefnir Páll sem dæmi Lónsöræfi og Kjalveg frá Hvítárnesi að Hveravöllum.

Uppbókað er í skála á Laugaveginum í sumar.
Uppbókað er í skála á Laugaveginum í sumar.
Frá Landmannalaugum. Fegurðin á Laugaveginum virðist heilla ferðamenn, bæði Íslendinga …
Frá Landmannalaugum. Fegurðin á Laugaveginum virðist heilla ferðamenn, bæði Íslendinga og erlenda ferðamenn sem flykkjast á þessa vinsælu gönguleið. Brynjar Gauti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka