Verðbólgan fer niður í 3,9%

Verðbólgan fer niður í 3,9%
Verðbólgan fer niður í 3,9% mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,2% á milli mánaða sem þýðir að verðbólgan, mæld á tólf mánaða tímabili, fer niður í 3,9%. Í síðasta mánuði mældist tólf mánaða verðbólgan 4,3%, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands.

Er þetta minni hækkun heldur en til að mynda greining Íslandsbanka hafði spáð.

Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði í mars um 0,15% frá febrúar.

Verð á bensíni og olíum lækkaði um 3,7% (vísitöluáhrif -0,22%). Vetrarútsölum er víðast lokið og hækkaði verð á fötum og skóm um 2,6% (0,13%).

Minnsta verðbólga í tæp tvö ár

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,9% og vísitalan án húsnæðis um 4,4%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,1% sem jafngildir 8,7% verðbólgu á ári (10,0% verðbólgu á ári fyrir vísitöluna án húsnæðis). Er þetta í fyrsta skipti síðan í maí 2011 sem tólf mánaða verðbólgan fer niður fyrir 4%. Verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands er 2,5%.

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í mars 2013, sem er 410,7 stig, gildir til verðtryggingar í maí 2013. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 8.109 stig fyrir maí 2013.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka