Óskað hefur verið eftir gjaldþrotaskiptum á félagi Pálma Haraldssonar, IEMI ehf. sem áður hét Ísland Express og rak ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Express. Kröfur í félagið nema hundruðum milljóna króna, en gjaldþrotabeiðni hefur ekki verið afgreidd af dómstólum.
Þetta kemur fram á vefsíðu Viðskiptablaðsins. Þar er þetta haft eftir Skarphéðni Berg Steinarssyni, fyrrverandi forstjóra félagsins. Í fréttinni kemur ennfremur fram að þetta sé fimmta félag Pálma, sem tengist flugrekstri með einum eða öðrum hætti, sem verður gjaldþrota.
Síðastliðið haust keypti WOW air allan rekstur Iceland Express.