Iceland Express farið í þrot

Ein af flugvélum Iceland Express.
Ein af flugvélum Iceland Express.

Óskað hefur verið eftir gjaldþrotaskiptum á félagi Pálma Haraldssonar, IEMI ehf. sem áður hét Ísland Express og rak ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Express. Kröfur í félagið nema hundruðum milljóna króna, en gjaldþrotabeiðni hefur ekki verið afgreidd af dómstólum.

Þetta kemur fram á vefsíðu Viðskiptablaðsins. Þar er þetta haft eftir Skarphéðni Berg Steinarssyni, fyrrverandi forstjóra félagsins. Í fréttinni kemur ennfremur fram að þetta sé fimmta félag Pálma, sem tengist flugrekstri með einum eða öðrum hætti, sem verður gjaldþrota.

Síðastliðið haust keypti WOW air allan rekstur Iceland Express.

Pálmi Haraldsson.
Pálmi Haraldsson.
Skarphéðinn Berg Steinarsson.
Skarphéðinn Berg Steinarsson. mbl.is/Brynjar Gauti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK