Brasilía, Rússland, Indland, Kína og Suður-Afríka, sem nefnd hafa verið BRICS-ríkin, hafa á þessu ári selt 45 milljarða evra úr gjaldeyrisforða sínum samkvæmt gögnum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Fram kemur á fréttavefnum Euractiv.com að 24% gjaldeyrisforði ríkjanna samanstandi nú af evrum og hefur hlutfallið ekki verið lægra síðan árið 2002 þegar evran var tekin í notkun sem almennur gjaldmiðill. Hæst var hlutfallið árið 2009 þegar 31% af samanlögðum gjaldeyrisforða ríkjanna var í evrum.
Þá segir í fréttinni að leiðtogar ríkjanna skoði nú möguleikana á því að stofna eigin þróunarbanka vegna gagnrýni á Alþjóðabankanna fyrir að taka hagsmuni Bandaríkjanna og Evrópuríkja fram yfir BRICS-ríkin.