Mesta atvinnuleysi í sögu evrusvæðisins

Í desember voru 58,4% Grikkja undir 25 ára aldri án …
Í desember voru 58,4% Grikkja undir 25 ára aldri án atvinnu AFP

Atvinnuleysi mælist nú 12% á evru-svæðinu og hefur aldrei verið meira frá stofnun myntbandalags Evrópu árið 1999. Það þýðir að yfir 19 milljónir íbúa í ríkjunum 17 eru án atvinnu.

Innan Evrópusambandsins mældist atvinnuleysið 10,9% í febrúar en var 10,8% í janúar. Það þýðir að það eru 26,34 milljónir íbúa ríkjanna 27 sem eru án atvinnu.

Atvinnuleysið er mest í á Spáni eða 26,3% í febrúar og 17,5% í nágrannaríkinu Portúgal. Ekki eru til nýrri tölur en síðan í desember fyrir Grikkland en samkvæmt þeim mældist atvinnuleysið 26,4% þar í landi í síðasta mánuði ársins. Atvinnuleysið var minnst í Austurríki, 4,8% og 5,4% í Þýskalandi.

Atvinnuleysi er gríðarlega mikið meðal ungs fólks í Evrópu en samkvæmt upplýsingum frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, var það 23,9% meðal fólks yngri en 25 ára á evru-svæðinu en 23,5% innan ESB. Á Spáni er atvinnuleysi meðal ungs fólks 55,7%, 38,2% í Portúgal og 37,8% á Ítalíu. Samkvæmt upplýsingum frá Grikklandi voru 58,4% ungmenna án atvinnu í desember en ekki liggja fyrir nýrri upplýsingar um vinnumarkaðinn þar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK