Spáir meiri samdrætti í Slóveníu

Forsætisráðherra Slóveníu, Janez Jansa.
Forsætisráðherra Slóveníu, Janez Jansa. AFP

Seðlabanki Slóveníu spáir því að meiri samdráttur verði í efnahagslífi landsins á þessu ári en hann hafði áður gert ráð fyrir. Fram kemur í spá bankans sem birt var í dag að samdráttur verði í landsframleiðslu upp á 1,9% en áður hafði hann gert ráð fyrir 0,7% samdrætti.

Fram kemur í frétt AFP að hægur bati hefjist hins vegar að mati seðlabankans á næsta ári. Hagvöxtur verði þá 0,5% en fari í 1,4% á árinu 2015. Haft er eftir Marko Kranjec, seðlabankastjóra, að raunveruleg niðurstaða byggist hins vegar á því til hvaða aðgerða stjórnvöld í Slóveníu eigi eftir að grípa til.

„Áhættan er mikil og ekki verður komist hjá því að senda skýr skilaboð um að við viljum koma á stöðugleika í hagkerfinu,“ sagði hann við blaðamenn í dag. Hann sagði að þróunin á alþjóðavettvangi muni skipta miklu máli á næsta ári en þó fyrst og fremst hvernig tekið verði á málum heima fyrir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK