Ákærðir fyrir 14,3 milljarða millifærslur

Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari hefur ákært fjóra einstaklinga vegna brota …
Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari hefur ákært fjóra einstaklinga vegna brota á reglum um gjaldeyrisviðskipti. Ómar Óskarsson

Fjórir einstaklingar hafa verið ákærðir af sérstökum saksóknara fyrir brot gegn lögum og reglum um gjaldeyrismál með því að hafa í sameiningu haft milligöngu um gjaldeyrisviðskipti að upphæð rúmum 14,3 milljörðum á tímabilinu mars til nóvember 2009 og hagnast um 656 til 693 milljónir. Segir í ákærunni að viðskiptin hafi verið án lögmætrar heimildar eða leyfis frá Seðlabanka Íslands.

Fjórmenningarnir eru Karl Löve Jóhannsson, Gísli Reynisson, Markús Máni Michaelsson og Ólafur Sigmundsson, en þrír hinna ásökuðu störfuðu saman við gjaldeyrisviðskipti hjá Straumi-Burðarás fjárfestingabanka. Í ákærunni segir að brot ákærðu samkvæmt verknaðarlýsingu hafi átt sér stað í rúmlega 7 mánuði og hafi falið í sér samtals 748 tilvik af gjaldeyrisviðskiptum við 84 ólíka mótaðila .

Meint brot þeirra ganga út á milligöngu um gjaldeyrisviðskipti með íslenskar krónur gegn erlendum gjaldeyri og fjármagnsflutningum á íslenskum krónum til Íslands tengdum þeim gjaldeyrisviðskiptum. Starfsemin var rekin í nafni sænska félagsins Aserta AB sem ákærðu réðu yfir.

Meðaltal gengismunar á sölugengi á íslenskum krónum hér á landi og kaupgengis á svokölluðum aflandskrónum var um 4,3% samkvæmt ákærunni og því er áætlaður ágóði hinna ákærðu í hið minnsta 656 milljónir. 

Sérstakur saksóknari fer fram á að eignir hinna ákærðu hér á landi verði gerðar upptækar vegna brotanna, en þó er tekið fram að óvíst sé um afdrif þessa ávinnings, meðal annars vegna þess að lítill hluti fjármagnsins hafi verið fluttur hingað til lands. Segir sérstakur saksóknari að fyrirliggjandi gögn sýni að ákærðu hafi gert ráðstafanir til að láta ávinninginn renna til aflandsfélaga, meðal annars á Kýpur, sem var í eigu þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK