Gylfi: 20% leiðin hjálpar ekki tekjulágum

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Rax / Ragnar Axelsson

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að 20% skuldalækkun geri lítið fyrir tekjulægsta hópinn í samfélaginu sem sé í mestum greiðsluerfiðleikum með húsnæðismál. Hann segir þennan hóp skulda lítið og að aðgerðirnar væru helst fyrir fólk sem væri vel launað, væri með miklar skuldir, en gæti greitt af þeim. Þetta kom fram í ræðu hans á fundi Samtaka fjármálafyrirtækja, ASÍ og Íbúðalánasjóðs í morgun.

Gylfi segir að hlutfall landsmanna sem býr við tekjuforsendur alla sína starfsævi þannig að það ræður ekki við markaðslegar forsendur í húsnæðismálum, bæði varðandi kaup eða leigu. „Við teljum þörf á því að endurvekja félagslega húsnæðiskerfið,“ segir Gylfi.

Árið 2002 voru 11 þúsund íbúðir í félagslega verkamannabústaðakerfinu sem var einkavætt að hans sögn. Gylfi segir að þótt fólk hafi eignast einhvern hlut í íbúðunum hafi þau strax lent í greiðsluvandræðum með lánin þar sem greiðslubyrði hafi verið því erfið.

Gylfi segir að þrátt fyrir að tekjulægsti hópurinn lifi spart og sé með lítil útgjöld, þá sé greiðsluvandræðin fyrst og fremst komin vegna þess hversu hátt hlutfall launa fari í húsnæðismál. Aftur á móti séu skuldir þessa fólks mjög lágar og það sé vegna þess að það hafi aldrei almennilega geta staðist greiðslumöt.

Tekjuhærri skulda meira en eru ekki í greiðsluvanda

Hann segir að það sé tekjuhærra fólk sem skuldi meira, enda hafi það getað skuldsett sig eftir greiðslugetu. Þess vegna telur Gylfi að 20% lækkun skulda muni ekki lækka greiðsluvandann.

„Það er athyglisvert að skoða að hópurinn í skuldavandanum er ekki í vandræðum með að borga af skuldunum sínum. Þess vegna var það mat Seðlabankans að 20% lækkun skulda myndi ekki breyta neinu varðandi greiðsluvandann, því fjármunirnir færu til þeirra sem væru ekki í greiðsluvanda,“ segir Gylfi

Hann telur mikilvægt að endurreisa þetta félagslega húsnæðiskerfi til að þessi hópur hafi aðgang að húsnæði. „Lang stærsti hópurinn í landinu sem er í mesta vandanum, tekjulægsta fólkið sem skuldar mjög lítið, en ræður hvorki við að kaupa eða leiga. Það er enginn að tala um hagsmuni þessa hóps,“ segir hann og gagnrýnir stjórnmálaflokkana fyrir að horfa alveg framhjá þessum vanda.

Frétt mbl.is: Lánakerfi sem alltaf er í jafnvægi

Frétt mbl.is: Ekki farið í sömu vegferð aftur

Frétt mbl.is: Bjarni vill útrýma Íslandslánum

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka