Ásgeir Jónsson, hagfræðingur og lektor hjá Háskóla Íslands, segir að með því að taka upp „aðeins-vaxta“ lán megi hraða eignamyndun lántaka hér á landi umfram það sem gerist með Íslandslánin svokölluðu, en það eru verðtryggð lán með föstum raunvöxtum til 40 ára með jafngreiðsluskilmálum.
Á fundi ASÍ, Samtaka fjármálafyrirtækja og Íbúðalánasjóðs sagði hann að bæði lántakar og lánveitendur muni á næstunni vilja hverfa í auknum mæli frá verðtryggðu lánunum, en að „aðeins-vaxta“ lánin veiti fólki kost á íbúðalánum sem hafi lægri greiðslubyrði en óverðtryggð lán.
Frétt mbl.is: Lánakerfi sem alltaf er í jafnvægi
Frétt mbl.is: Ekki farið í sömu vegferð aftur
Frétt mbl.is: Bjarni vill útrýma Íslandslánum
Frétt mbl.is: Gylfi: 20% leiðin hjálpar ekki tekjulágum