Hulunni svipt af umfangsmiklum skattsvikum

Mikið magn upplýsinga sem bandarískir blaðamenn hafa undir höndum sýnir fram á fleiri þúsund reikninga í skattaskjólum og að í mörgum tilvikum sé um svindl og lögbrot að ræða. Þetta kemur fram í The Washington Post í dag.

Á meðal þeirra um 4.000 Bandaríkjamanna sem koma fram í gögnunum eru að minnsta kosti 30 sem hafa verið sakaðir um fjársvik, peningaþvætti eða önnur alvarleg efnahagsbrot, segir í frétt blaðsins.

Þeirra á meðal er milljarðamæringurinn Raj Rajaratnam sem fer fyrir vogunarsjóði og var árið 2011 dæmdur fyrir umfangsmestu innherjaviðskipti í sögu Bandaríkjanna. Einnig    Paul Bilzerian sem hefur verið sakfelldur fyrir fjársvik.

Undanfarna daga hafa mörg af stærstu dagblöðum í  heimi birt fréttaskýringar af skattaskjólum og undanskotum þangað en stofnunin International Consortium of Investigative Journalists aflaði gagnanna. Upplýsingamagnið er umfangsmikið í heildina en í þeim kemur m.a. fram að yfir 120 þúsund fyrirtæki og sjóðir hafa opnað reikninga í skattaskjólum víðs vegar um heiminn.

Franska dagblaðið Le Monde og breska blaðið Guardian eru meðal þeirra sem birt hafa fréttir unnar upp úr gögnunum.

Á meðal þess sem fram kemur í frétt The Washington Post er að að minnsta kosti 23 fyrirtæki tengist umfangsmiklu skattasvinldi í Rússlandi sem lögfræðingurinn Sergei Magnitsky rannsakaði.

Eftir að Magnitsky upplýsti rússnesk stjórnvöld um niðurstöður sínar var hann sjálfur sakaður um svindl og varpað í fangelsi. Þar lést hann árið 2009 af ókunnum orsökum.

Í dag eru um 50-60 fjármálamiðstöðvar víðs vegar um heim sem geyma milljarða dollara á meðan efnahagsvandi Bandaríkjanna með tilheyrandi niðurskurði, hefur sjaldan verið meiri, segir í The Washington Post.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK