Verðhjöðnun í Grikklandi

Frá grísku kauphöllinni
Frá grísku kauphöllinni AFP

Vísitala neysluverðs lækkaði í Grikklandi í mars um 0,2%. Er þetta í fyrsta skipti síðan árið 1968 sem vísitalan lækkar milli ára en það er einkum rakið til lækkunar á símakostnaði.

Að sögn Michail Glenis, yfirmanns vísitöludeildar Hagstofu Grikklands, hefur þetta ekki gerst síðan í maí 1968.  Fyrir 45 árum síðan voru tvö ár liðin frá því herinn tók völdin í landinu. Í maí það ár lækkaði vísitala neysluverðs 0,3% en hækkaði um 0,5% í júní 1968.

Undanfarin sex ár hefur efnahagslægð ríkt í Grikklandi og niðurskurður verið viðvarandi. Verðhjöðnun er ein að neikvæðu hliðum niðurskurðar enda dregur verulega úr eftirspurn þegar slíkt ástand ríkir.

Verg landsframleiðsla hefur dregist saman um rúm 22% frá árinu 2008 og atvinnuleysi mælist nú 27%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK